Erlent

Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að minnst 60 þúsund almennir borgarar sitji fastir í Raqqa og óstaðfestar fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal þeirra. Meðal annars í loftárásum.
Talið er að minnst 60 þúsund almennir borgarar sitji fastir í Raqqa og óstaðfestar fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal þeirra. Meðal annars í loftárásum. Vísir/AFP
Baráttan um borgina Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi, mun taka minnst þrjá mánuði. Þetta segja forsvarsmenn Syrian Democratic Forces, sem er Bandalag Kúrda og sýrlenskra Araba og stutt er af Bandaríkjunum. SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni.

Talið er að minnst 60 þúsund almennir borgarar sitji fastir í Raqqa og óstaðfestar fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal þeirra. Meðal annars í loftárásum.

Í samtali við Guardian segja sjálfboðaliðar SDF, þar á meðal einn frá Bandaríkjunum, að hægt hafi á sókninni í gær. Þá hafi vígamenn ISIS notað borgarvegg frá níundu öld til þess auðvelda vörnina gegn SDF. ISIS-liðar eru líka sagðir nota dróna óspart. Þá eru sprengjur festar viðo drónana og þeim flogið að meðlimum SDF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×