Lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir árásina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júlí 2017 15:00 Sigurður Árni Reynisson starfaði hjá lögreglunni í um áratug, meðal annars með sérsveitinni og sem rannsóknarlögregla í miðlægri rannsóknardeild. vísir/anton brink Lögreglumaðurinn sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Honum var jafnframt gert að greiða fanganum 400 þúsund krónur í skaðabætur. Lögreglumaðurinn, Sigurður Árni Reynisson, var sakaður um að hafa ráðist á fangann og skellt höfði hans og búk í gólfið þegar verið var að flytja hann fyrir dóm á síðasta ári, en fanginn var grunaður um að hafa tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum var beitt. Sigurður játaði sök að hluta en neitaði að áverkarnir á fanganum væru af hans völdum. Atvikið náðist á myndbandsupptöku og að mati dómsins var ekki séð að fanginn hefði veitt mótspyrnu við handtökuna í fangaklefanum, þó hann hafi einu sinni rykkt handleggjunum til. Þá hafi þau fúkyrði sem fanginn lét falla við handtökuna ekki gefið lögreglumanninum tilefni til að bregðast við með þeim hætti sem hann gerði. Var hann því sakfelldur fyrir árásina, sem og fyrir að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við meðferð fangans.Blóðugur og froðufellandi Forsaga málsins er sú að fanginn var handtekinn að kvöldi 15. maí 2016 og vistaður í fangaklefa um nóttina. Hann var grunaður um að hafa, ásamt öðrum, tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum hafði verið beitt. Samkvæmt lögregluskýrslu var fatnaður mannsins blóðugur og hann sjálfur blóðugur á höndum og líkama, bólginn í andliti og með sár á bringu. Þá hafi hann verið í annarlegu ástandi og froðufellandi.Myndbandsupptaka er til af atvikinu. Dómurinn segir fangann ekki hafa veitt neina mótspyrnu við handtökuna.vísir/eyþórDegi síðar var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir fanganum og í framhaldi af því urðu þau atvik sem eru tilefni málsins. Í skýrslu sem Sigurður Árni ritaði segir að fanginn hafi verið æstur og meðal annars sagt: „ætlið þið að setja mig í gæslu helvítin ykkar.“ Sigurður sagði fangann í kjölfarið hafa gert sig líklegan til að skalla sig og því hafi hann brugðist við með því að snúa fangann niður og kyrrsetja hann, og lýsti atvikum að öðru leyti með svipuðum hætti og greint er frá í ákæru.Skráður hættulegur Sigurður Árni viðurkenndi fyrir dómi að hafa gengið of langt. Maðurinn hafi verið merktur sem hættulegur einstaklingur í lögreglukerfum og að sú staðreynd, sem og þau fúkyrði sem fanginn lét falla, hafi gert sig órólegan og orsök þess að sér hefðu orðið á mistök. Lætin í fanganum hefðu stigmagnast eftir því sem leið á og kvaðst Sigurður þá hafa fundið fyrir óróleika og verið viðbúinn öllu. Kvaðst hann hafa rætt við yfirmann sinn strax daginn eftir og greint honum frá því sem gerðist. Þá hafi hann óskað eftir því að myndbandið úr fangamóttökunni yrði varðveitt.Árásin tilefnislaus Dómurinn taldi að atlaga Sigurðar að fanganum hafi verið tilefnislaus. Ekkert í fari fangans hafi gefið tilefni til árásarinnar. Hins vegar var litið til þess að Sigurður hefur ekki hlotið dóm áður, og tekið er fram að hann hafi verið farsæll og vel metinn í starfi. Þá hafi hann greint yfirmanni sínum frá því sem hafði gerst og ritað um það skýrslu. Jafnframt beri að nefna játningu Sigurðar og viðurkenningu á bótaskyldu. Refsing hans sé því ákveðin sextíu daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fanginn fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Um það segir dómurinn: „Brotaþoli var bundinn og varnarlaus í höndum ákærða og sést vel á myndbandinu að hann reynir ekki að veita mótspyrnu á nokkurn hátt. Þá hlaut brotaþoli áverka af völdum ákærða. Miskabætur til handa brotaþola eru hæfilega ákveðnar 400.000 krónur.“ Sigurður Árni hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Honum var vikið tímabundið frá störfum á meðan mál hans var til meðferðar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verði alfarið vikið frá störfum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Lögreglumaðurinn sem ákærður var fyrir harkalega handtöku á Laugavegi árið 2013 var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna málsins og í framhaldinu vikið úr starfi. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46 Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30 Lögreglumaður ákærður fyrir að ráðast á fanga: „Gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir brot í starfi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. júní 2017 12:44 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Honum var jafnframt gert að greiða fanganum 400 þúsund krónur í skaðabætur. Lögreglumaðurinn, Sigurður Árni Reynisson, var sakaður um að hafa ráðist á fangann og skellt höfði hans og búk í gólfið þegar verið var að flytja hann fyrir dóm á síðasta ári, en fanginn var grunaður um að hafa tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum var beitt. Sigurður játaði sök að hluta en neitaði að áverkarnir á fanganum væru af hans völdum. Atvikið náðist á myndbandsupptöku og að mati dómsins var ekki séð að fanginn hefði veitt mótspyrnu við handtökuna í fangaklefanum, þó hann hafi einu sinni rykkt handleggjunum til. Þá hafi þau fúkyrði sem fanginn lét falla við handtökuna ekki gefið lögreglumanninum tilefni til að bregðast við með þeim hætti sem hann gerði. Var hann því sakfelldur fyrir árásina, sem og fyrir að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við meðferð fangans.Blóðugur og froðufellandi Forsaga málsins er sú að fanginn var handtekinn að kvöldi 15. maí 2016 og vistaður í fangaklefa um nóttina. Hann var grunaður um að hafa, ásamt öðrum, tekið þátt í slagsmálum þar sem hnífum hafði verið beitt. Samkvæmt lögregluskýrslu var fatnaður mannsins blóðugur og hann sjálfur blóðugur á höndum og líkama, bólginn í andliti og með sár á bringu. Þá hafi hann verið í annarlegu ástandi og froðufellandi.Myndbandsupptaka er til af atvikinu. Dómurinn segir fangann ekki hafa veitt neina mótspyrnu við handtökuna.vísir/eyþórDegi síðar var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir fanganum og í framhaldi af því urðu þau atvik sem eru tilefni málsins. Í skýrslu sem Sigurður Árni ritaði segir að fanginn hafi verið æstur og meðal annars sagt: „ætlið þið að setja mig í gæslu helvítin ykkar.“ Sigurður sagði fangann í kjölfarið hafa gert sig líklegan til að skalla sig og því hafi hann brugðist við með því að snúa fangann niður og kyrrsetja hann, og lýsti atvikum að öðru leyti með svipuðum hætti og greint er frá í ákæru.Skráður hættulegur Sigurður Árni viðurkenndi fyrir dómi að hafa gengið of langt. Maðurinn hafi verið merktur sem hættulegur einstaklingur í lögreglukerfum og að sú staðreynd, sem og þau fúkyrði sem fanginn lét falla, hafi gert sig órólegan og orsök þess að sér hefðu orðið á mistök. Lætin í fanganum hefðu stigmagnast eftir því sem leið á og kvaðst Sigurður þá hafa fundið fyrir óróleika og verið viðbúinn öllu. Kvaðst hann hafa rætt við yfirmann sinn strax daginn eftir og greint honum frá því sem gerðist. Þá hafi hann óskað eftir því að myndbandið úr fangamóttökunni yrði varðveitt.Árásin tilefnislaus Dómurinn taldi að atlaga Sigurðar að fanganum hafi verið tilefnislaus. Ekkert í fari fangans hafi gefið tilefni til árásarinnar. Hins vegar var litið til þess að Sigurður hefur ekki hlotið dóm áður, og tekið er fram að hann hafi verið farsæll og vel metinn í starfi. Þá hafi hann greint yfirmanni sínum frá því sem hafði gerst og ritað um það skýrslu. Jafnframt beri að nefna játningu Sigurðar og viðurkenningu á bótaskyldu. Refsing hans sé því ákveðin sextíu daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fanginn fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Um það segir dómurinn: „Brotaþoli var bundinn og varnarlaus í höndum ákærða og sést vel á myndbandinu að hann reynir ekki að veita mótspyrnu á nokkurn hátt. Þá hlaut brotaþoli áverka af völdum ákærða. Miskabætur til handa brotaþola eru hæfilega ákveðnar 400.000 krónur.“ Sigurður Árni hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Honum var vikið tímabundið frá störfum á meðan mál hans var til meðferðar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verði alfarið vikið frá störfum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Lögreglumaðurinn sem ákærður var fyrir harkalega handtöku á Laugavegi árið 2013 var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna málsins og í framhaldinu vikið úr starfi.
Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46 Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30 Lögreglumaður ákærður fyrir að ráðast á fanga: „Gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir brot í starfi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. júní 2017 12:44 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46
Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30
Lögreglumaður ákærður fyrir að ráðast á fanga: „Gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir brot í starfi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. júní 2017 12:44
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00
Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent