Trump greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 18:05 Ekkert fór á milli mála að hverjum röðin var komin þegar Trump og Andzej Duda, forseti Póllands, tóku í spaðan hvor á öðrum. Vísir/EPA Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um. Donald Trump Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag. Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.via GIPHYEkki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda. Uppfært klukkan 22:04 Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um.
Donald Trump Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira