Enski boltinn

Redknapp í bráðaaðgerð vegna krabbameinsæxlis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Redknapp fagnar eftir að Birmingham hafði bjargað sér frá falli.
Redknapp fagnar eftir að Birmingham hafði bjargað sér frá falli. vísir/getty
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Birmingham City, þurfti að gangast undir bráðaskurðaðgerð til að láta fjarlægja krabbameinsæxli í gallblöðru.

Eftir rannsóknir kom í ljós að æxlið var góðkynja, en Redknapp mun vera undir áframhaldandi eftirliti í kjölfar þessa.

„Ég fann það að það var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef haft alvöru áhyggjur af heilsu minni,“ sagði Redknapp við BBC.

Englendingurinn er sjötugur að aldri og er hann mættur aftur til vinnu við að undirbúa lið sitt fyrir átökin í Championship-deildinni á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Redknapp vill fá Terry

Birmingham er búið að bjóða John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea, samning fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×