Litlir sigrar Trump í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 13:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent