Enski boltinn

Sunderland búið að finna eftirmann Moyes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simon Grayson náði góðum árangri með Preston.
Simon Grayson náði góðum árangri með Preston. vísir/getty
Sunderland hefur ráðið Simon Grayson sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hann tekur við starfinu af David Moyes sem sagði af sér í síðasta mánuði.

Grayson var síðast við stjórnvölinn hjá Preston þar sem hann gerði góða hluti. Hann hefur einnig stýrt Blackpool, Leeds United og Huddersfield á stjóraferlinum sem hófst árið 2005.

Sunderland hafði áður rætt við Derek McInnes, stjóra Aberdeen, um að taka við liðinu en hann afþakkaði boðið.

Grayson skrifaði undir þriggja ára samning við Sunderland sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Sunderland lék síðast í ensku B-deildinni tímabilið 2006-07.


Tengdar fréttir

Moyes hættur hjá Sunderland

Sunderland er í stjóraleit en David Moyes sagði upp störfum hjá félaginu nú síðdegis.

Féll með Sunderland en er kominn til AC Milan

Þrátt fyrir að hafa verið hluti af liði Sunderland sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor er ítalski framherjinn Fabio Borini genginn í raðir AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×