Innlent

Má heita Steðji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

Anton Egilsson skrifar
Ekki má skýra stúlku Zophia en Lofthildur er hins vegar í lagi.
Ekki má skýra stúlku Zophia en Lofthildur er hins vegar í lagi. Vísir/Getty
Karlmannsnöfnin Steðji, Fannþór og Baddi og kvenmannsnöfnin Lofthildur og Vivian eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum sínum.

Meðal þeirra nafna sem fengu höfnun að þessu sinni er karlmannsnafnið Baltazar og kvenmannsnafnið Zophia.

Í úrskurði Mannanafnanefndar um nafnið Baltazar segir að nafnið brjóti í bága við íslenskt málkerfi. Það geti ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z teljist ekki til íslenska stafrófsins en hann var numinn brott úr íslensku ritmáli árið 1973.



Nafninu Zophia var hafnað með sömu röksemdum og nafninu Baltazar en í úrskurði nefndarinnar er það þó nefnt að hefð sé fyrir notkun nafnsins með endinguna –ía.

Þá var millinafninu Mar hafnað á þeim grundvelli að samkvæmt lögum um mannanöfn eru nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð í íslensku máli sem annaðhvort eiginnöfn karla eða kvenna, ekki heimil sem millinöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×