Jarðarbúar bera lítið traust til Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 07:55 Trump ásamt öðrum þjóðarleiðtogum. Vísir/AFP Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 Donald Trump Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017
Donald Trump Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira