Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 16:59 Sarah Huckabee Sanders lét fjölmiðlamenn fá það óþvegið í Hvíta húsinu í gær. Vísir/EPA Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira