Viðbúnaður lögreglu óvenju mikill vegna forsögu króatískra stuðningsmanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:10 Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Vísir/Ernir Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00