Viðbúnaður lögreglu óvenju mikill vegna forsögu króatískra stuðningsmanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:10 Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Vísir/Ernir Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00