Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 18:00 Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30