Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 18:00 Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30