Fótbolti

Myndaveisla úr kveðjuleik stelpnanna fyrir EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallar boltann frá. Marta og Sigríður Lára Garðarsdóttir fylgjast með.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallar boltann frá. Marta og Sigríður Lára Garðarsdóttir fylgjast með. vísir/anton
Rúmlega 7500 manns sáu Ísland tapa 0-1 fyrir Brasilíu á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta leik íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí næstkomandi.

Marta skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir íslensku vörnina og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og í netið.

Annars spilaði íslenska liðið vel í leiknum en nýtti ekki þau góðu færi sem það skapaði sér.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvelli í kvöld og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands.vísir/anton
Byrjunarlið Brasilíu.vísir/anton
Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir lét finna vel fyrir sér.vísir/anton
Fanndís Friðriksdóttir var ógnandi í leiknum.vísir/anton
Ingibjörg Sigurðardóttir lék sinn annan landsleik í kvöld.vísir/anton
Sigríður Lára fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.vísir/anton
Sara Björk Gunnarsdóttir flikkar boltanum áfram.vísir/anton
Pacas var í sambastuði á Laugardalsvellinum.vísir/anton

Tengdar fréttir

Freyr: Þetta er ótrúlegt

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli. Frammistaðan var geggjuð,“ sagði glaðbeittur þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Freyr Alexandersson, í samtali við Vísi í leikslok.

Margrét Lára missir af EM

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er með slitið krossband í hné og verður því ekki með á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×