Fótbolti

Sara Björk: Ég fíla þessa ábyrgð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk með augun á boltanum í leiknum í kvöld.
Sara Björk með augun á boltanum í leiknum í kvöld. vísir/anton
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn alveg frábær hjá okkur. Við spiluðum ótrúlega vel og framar vonum. Við verðum að taka það jákvæða inn í EM,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 0-1 tap Íslands fyrir Brasilíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta var síðasta leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí næstkomandi.

„Það er ömurlegt að tapa þessum leik. Þær fá ekkert rosalega mörg opin færi en það má ekki sleppa Mörtu lausri. Hún er ótrúlega góð og kláraði færið vel,“ sagði Sara Björk um markaskorarann Mörtu sem er jafnan talin besta fótboltakona allra tíma.

Íslenska liðið spilaði sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum en nýtti ekki þau færi sem það skapaði.

„Við áttum að vera búnar að skora í fyrri hálfleik. Það er svekkjandi að tapa en það var margt jákvætt í leiknum,“ sagði Sara Björk sem bar fyrirliðabandið í leiknum í kvöld og mun gera það á EM eftir að í ljós kom að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband í hné.

„Ég fíla þessa ábyrgð og þarf að leiða liðið,“ sagði Sara Björk að lokum.


Tengdar fréttir

Margrét Lára missir af EM

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er með slitið krossband í hné og verður því ekki með á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×