Fótbolti

Sif: Þetta er ákveðið verkfæri sem við nýtum okkur

Elías Orri Njarðarson skrifar
Sif stöðvar Mörtu.
Sif stöðvar Mörtu. vísir/anton
Sif Atladóttir átti mjög góðan leik í þriggja manna vörn Íslands á móti Brasilíu í kvöld. Ísland byrjaði leikinn vel og komu sér í mörg góð færi.

„Mér fannst liðið spila ótrúlega vel og við héldum þeim niðri. Við erum ótrúlega agaðar í okkar skipulagi og þetta leikkerfi hentar þessum hóp alveg frábærlega þannig ég er bara ótrúlega sátt og stolt af stelpunum og öllu teyminu,“ sagði Sif.

Ísland hefur mjög gott vopn í sínu vopnabúri sem eru löng innköst frá Sif en mikil hætta skapast í vítateig andstæðinganna eftir þau.

Aðspurð að því hvort hún æfi þetta eitthvað sérstaklega segir hún svo ekki vera.

„Ég er búin að gera þetta í nokkur ár, það er erfitt að æfa löng innköst, þetta er bara eitthvað sem fylgir manni. Þetta kemur líklega úr fimleikunum eða frjálsum íþróttum sem ég var lengi í þannig maður hef ákveðinn kannski bolstyrk og þekkingu á líkamann. Þetta er ákveðið verkfæri sem a við nýtum okkur,” sagði Sif Atladóttir brosandi.


Tengdar fréttir

Freyr: Þetta er ótrúlegt

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli. Frammistaðan var geggjuð,“ sagði glaðbeittur þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Freyr Alexandersson, í samtali við Vísi í leikslok.

Margrét Lára missir af EM

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er með slitið krossband í hné og verður því ekki með á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×