Trump blokkar hryllingssagnahöfundinn Stephen King á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 10:06 Stephen King (t.v.) þiggur orðu úr hendi Baracks Obama. King er síður hrifinn af eftirmanni Obama í embætti forseta. Vísir/EPA Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira