Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar. Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37