Sjáðu IKEA-geitina loga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 09:21 Eins og greint var frá í morgun var kveikt í IKEA-geitinni í nótt og brann hún til kaldra kola. Tilkynning um íkveikjuna barst lögreglu og slökkviliði um klukkan fjögur en fólkið sem kveikti í geitinni var elt uppi, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, að því er segir í tilkynningu frá IKEA. Þrír voru handteknir af lögreglu við Bústaðaveg í Reykjavík en tjónið er vel á aðra milljón króna. Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. Guðný Camilla Aradóttir, markaðs-og umhverfisfulltrúi IKEA, segir í samtali við Vísi að á myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum, sem sjá má hér að ofan, sjáist tveir einstaklingar bera eld að geitinni. Fyrst kemur einn maður með einhvers konar eldkokteil og hendir í geitina. Á eftir honum kemur annar maður að og skvettir miklu af eldfimum vökva á geitina. Annar þeirra fer síðan inn fyrir rafmagnsgirðinguna og er þá byrjað að loga ansi glatt í geitinni.Tímafrekt og kostnaðarsamt að fá nýja geit Að sögn Guðnýjar virðist fólkið sem kveikti í geitinni hafa verið meðvitað um það að öryggismyndavélar hafi verið í gangi því þau klipptu númeraplötur af bílnum sem þau komu á á staðinn. Guðný segir að ekki sé búið að ákveða hvort að ný geit verði fengin í staðinn en í liðinni viku sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að ef kveikt yrði í geitinni myndi ný geit ekki koma í staðinn enda er það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fá nýja í geit. Að sögn Guðnýjar er geitin gjöreyðilögð. Hún segir sorglegt að sjá brunarústirnar núna og að skemmdarfýsn sumra sé slík að engin virðing sé borin fyrir eigum annarra.Greyið geitin er nú ein brunarúst.vísir/gvaEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði Þórarinn í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Tengdar fréttir IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun var kveikt í IKEA-geitinni í nótt og brann hún til kaldra kola. Tilkynning um íkveikjuna barst lögreglu og slökkviliði um klukkan fjögur en fólkið sem kveikti í geitinni var elt uppi, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, að því er segir í tilkynningu frá IKEA. Þrír voru handteknir af lögreglu við Bústaðaveg í Reykjavík en tjónið er vel á aðra milljón króna. Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. Guðný Camilla Aradóttir, markaðs-og umhverfisfulltrúi IKEA, segir í samtali við Vísi að á myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum, sem sjá má hér að ofan, sjáist tveir einstaklingar bera eld að geitinni. Fyrst kemur einn maður með einhvers konar eldkokteil og hendir í geitina. Á eftir honum kemur annar maður að og skvettir miklu af eldfimum vökva á geitina. Annar þeirra fer síðan inn fyrir rafmagnsgirðinguna og er þá byrjað að loga ansi glatt í geitinni.Tímafrekt og kostnaðarsamt að fá nýja geit Að sögn Guðnýjar virðist fólkið sem kveikti í geitinni hafa verið meðvitað um það að öryggismyndavélar hafi verið í gangi því þau klipptu númeraplötur af bílnum sem þau komu á á staðinn. Guðný segir að ekki sé búið að ákveða hvort að ný geit verði fengin í staðinn en í liðinni viku sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að ef kveikt yrði í geitinni myndi ný geit ekki koma í staðinn enda er það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fá nýja í geit. Að sögn Guðnýjar er geitin gjöreyðilögð. Hún segir sorglegt að sjá brunarústirnar núna og að skemmdarfýsn sumra sé slík að engin virðing sé borin fyrir eigum annarra.Greyið geitin er nú ein brunarúst.vísir/gvaEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði Þórarinn í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið.
Tengdar fréttir IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37