Enski boltinn

Ederson dýrasti markvörður allra tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dýrustu markverðir allra tíma.
Dýrustu markverðir allra tíma. vísir/getty
Manchester City gerði Brasilíumanninn Ederson að dýrasta markverði sögunnar í dag.



City pungaði út tæpum 35 milljónum punda fyrir hinn 23 ára gamla Ederson sem hefur leikið með Benfica undanfarin tvö ár.

City sló þar með met Juventus sem borgaði 33 milljónir punda fyrir Gianluigi Buffon árið 2001. Óhætt er að segja að það hafi verið kjarakaup en Buffon hefur verið afar sigursæll hjá Juventus.

Kaupin á Buffon voru talsvert öruggari en kaup City á Ederson, ef svo má segja. Þegar Juventus keypti Buffon var hann búinn að vera aðalmarkvörður Parma í fimm ár og orðinn markvörður númer eitt hjá ítalska landsliðinu.

Manuel Neuer er þriðji dýrasti markvörður allra tíma og David De Gea fjórði. Í 5. sæti situr svo Claudio Bravo sem City borgaði 15,4 milljónir punda fyrir síðasta haust.

Bravo sló ekki beint í gegn á Etihad og verður væntanlega að gera sér að góðu að vera markvörður númer tvö hjá City eftir kaupin á Ederson.

Dýrustu markverðir sögunnar:

1. Ederson 34,9 milljónir punda (Benfica til Man City, 2016)

2. Gianluigi Buffon 33 milljónir punda (Parma til Juventus, 2011)

3. Manuel Neuer 19 milljónir punda (Schalke til Bayern München, 2011)

4. David De Gea 18 milljónir punda (Atlético Madrid til Man Utd, 2011)

5. Claudio Bravo 15,4 milljónir punda (Barcelona til Man City, 2016)

6. Angelo Peruzzi 13 milljónir punda (Inter til Lazio, 2000)

7. Jasper Cillessen 12,8 milljónir punda (Ajax til Barcelona, 2016)

8. Jan Oblak 12,6 milljónir punda (Benfica til Atlético Madrid, 2014)

9. Petr Cech 10 milljónir punda (Chelsea til Arsenal, 2015)

10. Fraser Forster 10 milljónir punda (Celtic til Southampton, 2014)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×