Erlent

Sex ný ríki kjörin í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Atli Ísleifsson skrifar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar. Vísir/afp

Sex ný ríki munu taka sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá næstu áramótum. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í allsherjarþinginu í gær.

Kjör Afríkuríkisins Miðbaugsgínu í ráðið hefur verið harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.

Miðbaugsgínea, Fílabeinsströndin, Kúveit, Pólland og Perú voru öll kjörin í ráðið í atkvæðagreiðslu gærdagsins og munu eiga sæti í ráðinu 2018 og 2019. Holland var auk þess kjörið til að taka sæti í ráðinu eftir að samkomulag náðist um að skipta tveggja ára kjörtímabili með Ítalíu.

Alls eiga fimmtán ríki sæti í öryggisráðinu, þar af fimm fastaríki sem öll hafa neitunarvald – Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland. Þá eiga tíu ríki einnig sæti í ráðinu en þau sitja í tvö ár í senn.

Ríkin sex sem kjörin voru munu taka sæti Egyptalands, Japan, Senegal, Úkraínu, Úrúgvæ og Ítalíu þann 1. janúar næstkomandi.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt að Miðbaugsgínea taki sæti í ráðinu og segja landið glíma við „spillingu, fátækt og kúgun, en Teodoro Obiang Nguema forseti hefur setið þar á valdastóli frá árinu 1979.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.