Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 13:15 Sadiq Khan er borgarstjóri London. Vísir/afp Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40