Enski boltinn

Hazard ökklabrotinn og fer í aðgerð í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eden Hazard í leik með Chelsea.
Eden Hazard í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er ökklabrotinn og gengst undir aðgerð í Lundúnum í dag.

Hazard meiddist á æfingu með belgíska landsliðinu í gær og missir hann af vináttulandsleik liðsins gegn Tékklandi á mánudag sem og leiknum gegn Eistlandi í undankeppni HM 2018 þann 9. júní.

Meiðslin eru verri en talið var í byrjun og leiddi læknsskoðun í ljós að hann verði frá næstu átta vikurnar. Það þýðir að hann verður ekki með af fullum krafti á undirbúningstímabili Chelsea í sumar.

Hazard hefur verið á mála hjá Chelsea í fimm ár en hann viðurkenndi nýlega að hann myndi íhuga það alvarlega að ganga til liðs við Real Madrid ef að Evrópumeistararnir myndu sýna honum áhuga.

„Ég vil vinna titla. Það væri frábært að vinna Meistaradeildina. En það er líka markmið Chelsea að vinna Meistaradeildina. Í sannleika sagt þá veit ég ekki hvað mun gerast,“ sagði Hazard.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×