Hazard dreymir um Gullboltann og stefnir á fullkomið ár 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 14:45 Eden Hazard. Vísir/Samsett/Getty Eden Hazard hefur átt frábært tímabil með Chelsea sem getur í kvöld tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á West Bromwich Albion. Hazard viðurkennir í samtali við Sky Sports að hann sé með augun á Gullboltanum sem besti leikmaður heims fær alltaf árlega. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru líklegastir til að vinna Gullboltann fyrir árið 2017 en annaðhvort þeirra hefur verið handhafi hans frá og með árinu 2008. Leikmenn í enska boltanum hafa ekki verið mikið inn í myndinni síðustu ár enda hefur Gullboltinn alltaf endað á Spáni. Hazard er samt sannfærður um að leikmaður í ensku deildinni geti unnið hann. „Ég vonast til að vinna Gullboltann einhvern daginn. Ég er að hugsa um þann möguleika en ef það tekst ekki þá er það allt í lagi. Ég reyni að eiga eins góðan feril og ég get en veit að það eru líka aðrir leikmenn sem eiga skilið að fá Gullboltann,“ sagði Eden Hazard við Sky Sports. „Þegar Ronaldo og Messi leggja skóna á hilluna þá munu kannski menn eins og Neymar, Paulo Dybala eða Antoine Griezmann bítast um hann. Hver veit? Við verðum bara að sjá til. Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa of mikið um,“ sagði Hazard. „Get ég unnið Gullboltann? Ef ég spila vel á næsta tímabili, Chelsea vinnur Meistaradeildina og ég verð heimsmeistari með Belgíu. Af hverju ekki,“ sagði Eden Hazard og það er ljóst að hann hefur sett markmiðið hátt á næsta ári. „Undanfarin tíu ár hefur leikmaðurinn sem fékk Gullboltann spilað á Spáni en það á ekki að vera sjálfkrafa. Ef leikmaður á Englandi spilar betur þá mun hann vinna,“ sagði Hazard. Þetta gæti orðið mjög gott kvöld fyrir Hazard og félaga í Chelsea. „Við viljum fagna í kvöld en svo viljum við koma til baka á Stamford Bridge og fagna með stuðningsfólki okkar. Við verðum bara að vinna leikinn og ef það tekst þá vitum við að við verðum enskir meistarar. Það er kannski mikil pressa á okkur en við erum næstum því komnir í mark,“ sagði Hazard. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Eden Hazard hefur átt frábært tímabil með Chelsea sem getur í kvöld tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á West Bromwich Albion. Hazard viðurkennir í samtali við Sky Sports að hann sé með augun á Gullboltanum sem besti leikmaður heims fær alltaf árlega. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru líklegastir til að vinna Gullboltann fyrir árið 2017 en annaðhvort þeirra hefur verið handhafi hans frá og með árinu 2008. Leikmenn í enska boltanum hafa ekki verið mikið inn í myndinni síðustu ár enda hefur Gullboltinn alltaf endað á Spáni. Hazard er samt sannfærður um að leikmaður í ensku deildinni geti unnið hann. „Ég vonast til að vinna Gullboltann einhvern daginn. Ég er að hugsa um þann möguleika en ef það tekst ekki þá er það allt í lagi. Ég reyni að eiga eins góðan feril og ég get en veit að það eru líka aðrir leikmenn sem eiga skilið að fá Gullboltann,“ sagði Eden Hazard við Sky Sports. „Þegar Ronaldo og Messi leggja skóna á hilluna þá munu kannski menn eins og Neymar, Paulo Dybala eða Antoine Griezmann bítast um hann. Hver veit? Við verðum bara að sjá til. Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa of mikið um,“ sagði Hazard. „Get ég unnið Gullboltann? Ef ég spila vel á næsta tímabili, Chelsea vinnur Meistaradeildina og ég verð heimsmeistari með Belgíu. Af hverju ekki,“ sagði Eden Hazard og það er ljóst að hann hefur sett markmiðið hátt á næsta ári. „Undanfarin tíu ár hefur leikmaðurinn sem fékk Gullboltann spilað á Spáni en það á ekki að vera sjálfkrafa. Ef leikmaður á Englandi spilar betur þá mun hann vinna,“ sagði Hazard. Þetta gæti orðið mjög gott kvöld fyrir Hazard og félaga í Chelsea. „Við viljum fagna í kvöld en svo viljum við koma til baka á Stamford Bridge og fagna með stuðningsfólki okkar. Við verðum bara að vinna leikinn og ef það tekst þá vitum við að við verðum enskir meistarar. Það er kannski mikil pressa á okkur en við erum næstum því komnir í mark,“ sagði Hazard.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira