Mjólkin búin í búðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 20:00 Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira