Hungursneyð í Jemen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Ungmenni í Sana'a sitja hjá meðan foreldrar þeirra bíða í röð eftir mataraðstoð frá hjálparstarfsmönnum. vísir/epa Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00