Hungursneyð í Jemen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Ungmenni í Sana'a sitja hjá meðan foreldrar þeirra bíða í röð eftir mataraðstoð frá hjálparstarfsmönnum. vísir/epa Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, gekk í garð síðastliðinn laugardag og stendur yfir til 24. júní. Múslimar um víða veröld fasta frá sólarupprás til sólarlags en gæða sér oft á kræsingum þegar sólin hefur sest. Í Jemen er hins vegar áætlað að um sautján milljónir manna, um sjötíu prósent íbúa, hafi ekkert val um að fasta. Ófremdarástand hefur ríkt í landinu frá árinu 2015 vegna átaka Húta, sem njóta stuðnings Írans, við stjórnarherinn. Áætlað er að yfir tíu þúsund manns hafi látist í átökunum, um fjórfalt fleiri hafi særst og meira en þrjár milljónir manna hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Skortur er á helstu matvælum og lyfjum. Í ofanálag hafa tæplega 30 þúsund manns veikst af kóleru í faraldri sem nú geisar í landinu. Í skýrslu UNICEF, sem kom út í desember, er áætlað að um tvær milljónir jemenskra barna séu vannærðar. Í sömu skýrslu kemur fram að á tíu mínútna fresti látist barn, yngra en fimm ára, úr hungri. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst stöðunni í landinu sem „stærsta mannúðarvandamáli heimsins“. „Sölutölur nú eru lægri en nokkru sinni fyrr. Hvert ár og hver mánuður er verri en sá sem kom á undan,“ segir Yahya Hubar, verslunareigandi í strandborginni Hodeidah, við Al-Jazeera. Venjulega gerir fólk vel við sig þegar sólin sest en Jemenar sjá ekki fram á slíkt í ár. „Staðan er grafalvarleg. Við höfum ekki fengið greidd laun svo mánuðum skiptir. Það er erfitt að kaupa nauðsynjavörur og verð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Við neyðumst til að horfa á hluti sem við höfum ekki efni á að kaupa,“ segir Nabil Ibrahim, íbúi í Hodeidah. Áætlað er að ríflega tvo milljarða Bandaríkjadollara, andvirði um 210 milljarða íslenskra króna, þurfi í neyðaraðstoð til íbúa landsins. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar hefur safnast. Jemen mátti illa við skakkaföllum en fyrir stríðið var það eitt alfátækasta ríki Arabíuskagans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00