Wenger búinn að skrifa undir nýjan samning Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 09:56 Arsene Wenger er ekki að fara neitt. vísir/getty Arsene Wenger er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal og verður því áfram knattspyrnustjóri félagsins næstu tvö árin. David Ornstein, fréttamaður BBC, greinir frá þessu á Twitter. Framtíð Wengers var óljós eftir að honum mistókst í fyrsta sinn á ferlinum að koma Arsenal í Meistaradeildina en liðið hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Margir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá Frakkann yfirgefa félagið en hann hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan 2004. Wenger hefur þó stýrt liðinu til þriggja bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum. Wenger tók við Arsenal árið 1996 og vann ellefu af 16 titlum sínum með liðið á fyrstu tíu árunum en minna hefur verið um verðlaun síðan. Hann hefur stýrt Arsenal í 790 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, 20 færri en Sir Alex Ferguson gerði hjá Manchester United á sínum tíma. Franski knattspyrnustjórinn hitti Stan Kroenke, eiganda Arsenal, í gær þar sem gengið var frá þessum nýja samningi en Ornstein segir að þetta sé ekkert endilega síðasti samningurinn sem Wenger gerir við Arsenal.Arsene Wenger today physically signed a new two-year contract (no break clause) to remain Arsenal manager until 2019, 23 years in total #AFC— David Ornstein (@bbcsport_david) May 31, 2017 Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger fær nýjan tveggja ára samning Arsene Wenger hitti eigandann í dag og heldur áfram með Arsenal næstu tvö árin. 30. maí 2017 11:50 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Arsene Wenger er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal og verður því áfram knattspyrnustjóri félagsins næstu tvö árin. David Ornstein, fréttamaður BBC, greinir frá þessu á Twitter. Framtíð Wengers var óljós eftir að honum mistókst í fyrsta sinn á ferlinum að koma Arsenal í Meistaradeildina en liðið hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Margir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá Frakkann yfirgefa félagið en hann hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan 2004. Wenger hefur þó stýrt liðinu til þriggja bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum. Wenger tók við Arsenal árið 1996 og vann ellefu af 16 titlum sínum með liðið á fyrstu tíu árunum en minna hefur verið um verðlaun síðan. Hann hefur stýrt Arsenal í 790 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, 20 færri en Sir Alex Ferguson gerði hjá Manchester United á sínum tíma. Franski knattspyrnustjórinn hitti Stan Kroenke, eiganda Arsenal, í gær þar sem gengið var frá þessum nýja samningi en Ornstein segir að þetta sé ekkert endilega síðasti samningurinn sem Wenger gerir við Arsenal.Arsene Wenger today physically signed a new two-year contract (no break clause) to remain Arsenal manager until 2019, 23 years in total #AFC— David Ornstein (@bbcsport_david) May 31, 2017
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger fær nýjan tveggja ára samning Arsene Wenger hitti eigandann í dag og heldur áfram með Arsenal næstu tvö árin. 30. maí 2017 11:50 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Wenger fær nýjan tveggja ára samning Arsene Wenger hitti eigandann í dag og heldur áfram með Arsenal næstu tvö árin. 30. maí 2017 11:50