Wenger fær nýjan tveggja ára samning Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 11:50 Arsene Wenger er ekki að fara neitt. vísir/getty Arsene Wenger er ekki að láta af störfum sem knattspyrnustjóri Arsenal. Þvert á móti hefur hann komist að samkomulagi um nýjan tveggja ára samning en enskir miðlar keppast nú við að greina frá þessu. Wenger hitti Stan Kroenke, eiganda félagsins, á fundi í dag og varð niðurstaðan sú að hann myndi ekki stíga til hliðar eins og svo margir stuðningsmenn liðsins vilja sjá. Hann fær nýjan tveggja ára samning sem verður kynntur formlega á morgun. Wenger stýrði Arsenal til þriðja bikarmeistaratitilsins á síðustu fjórum árum síðastliðinn laugardag en liðið hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan árið 2004 og aðeins einu sinni á ríflega 20 ára ferli Frakkans hjá félaginu komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í fyrsta sinn í 19 ár verður Arsenal ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en liðið hafnaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár, sjötta tímabilið í röð. Henry Winter, einn fremsti og virtasti fótboltablaðamaður Englands, telur þessa ákvörðun Kroenke ekki góða en hann sér ekki fram á að Arsenal nálgist titilbaráttuna með Wenger í brúnni. „Er Wenger að fara að vinna ensku úrvalsdeildina á næstu tveimur árum eða Meistaradeildina árið 2019 (ef hann þá kemst í hana)? Það er mjög ólíklegt. Félagið heldur áfram að fara niður á við,“ segir hann á Twitter-síðu sinni og bætir við: „Ríkt og frægt félag eins og Arsenal með stóran og ástríðufullan stuðningsmannahóp ætti að vera að berjast um eitthvað annað og stærra en enska bikarinn. Arsenal er að fara niður á við,“ segir Henry Winter.Will Wenger win PL in his next 2 years or CL in 2019 (if qualifies)? Highly unlikely. So #afc continue to drift (but Kroenke keeps making £)— Henry Winter (@henrywinter) May 30, 2017 A wealthy, famous club like #afc with a huge, passionate support should be challenging for more than the FA Cup. They're drifting.— Henry Winter (@henrywinter) May 30, 2017 Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Arsene Wenger er ekki að láta af störfum sem knattspyrnustjóri Arsenal. Þvert á móti hefur hann komist að samkomulagi um nýjan tveggja ára samning en enskir miðlar keppast nú við að greina frá þessu. Wenger hitti Stan Kroenke, eiganda félagsins, á fundi í dag og varð niðurstaðan sú að hann myndi ekki stíga til hliðar eins og svo margir stuðningsmenn liðsins vilja sjá. Hann fær nýjan tveggja ára samning sem verður kynntur formlega á morgun. Wenger stýrði Arsenal til þriðja bikarmeistaratitilsins á síðustu fjórum árum síðastliðinn laugardag en liðið hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan árið 2004 og aðeins einu sinni á ríflega 20 ára ferli Frakkans hjá félaginu komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Í fyrsta sinn í 19 ár verður Arsenal ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en liðið hafnaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár, sjötta tímabilið í röð. Henry Winter, einn fremsti og virtasti fótboltablaðamaður Englands, telur þessa ákvörðun Kroenke ekki góða en hann sér ekki fram á að Arsenal nálgist titilbaráttuna með Wenger í brúnni. „Er Wenger að fara að vinna ensku úrvalsdeildina á næstu tveimur árum eða Meistaradeildina árið 2019 (ef hann þá kemst í hana)? Það er mjög ólíklegt. Félagið heldur áfram að fara niður á við,“ segir hann á Twitter-síðu sinni og bætir við: „Ríkt og frægt félag eins og Arsenal með stóran og ástríðufullan stuðningsmannahóp ætti að vera að berjast um eitthvað annað og stærra en enska bikarinn. Arsenal er að fara niður á við,“ segir Henry Winter.Will Wenger win PL in his next 2 years or CL in 2019 (if qualifies)? Highly unlikely. So #afc continue to drift (but Kroenke keeps making £)— Henry Winter (@henrywinter) May 30, 2017 A wealthy, famous club like #afc with a huge, passionate support should be challenging for more than the FA Cup. They're drifting.— Henry Winter (@henrywinter) May 30, 2017
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira