Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2017 17:36 Sergej Lavrov (t.v.), Donald Trump og Sergej Kislyak, sendiherra (t.h.) á fundi þeirra í Hvíta húsinu 10. maí. Vísir/AFP Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum. Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum.
Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29