Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2017 17:36 Sergej Lavrov (t.v.), Donald Trump og Sergej Kislyak, sendiherra (t.h.) á fundi þeirra í Hvíta húsinu 10. maí. Vísir/AFP Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum. Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum.
Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29