Innlent

Vilborg Arna hætti við vegna veðurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. Mynd/Viilborg
Vilborg Arna Gissurardóttir þurfti að hætta við tilraun sína til að komast á topp Everest, hæsta fjalls í heimi, vegna veðurs. Á Facebook síðu hennar segir að vindar hafi verið sterkir og óhagstæðir og því hafi verið hætt við. Nú bíði hún og sjerpinn hennar í Camp 4 eftir því að toppurinn gefi færi á sér.

Ófært hefur verið á topp Everest vegna veðurs.

Þetta er í þriðja sinn sem Vilborg reynir að komast á fjallið en hún reyndi það fyrst vorið 2014 og svo aftur vorið 2015.

Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.

Á Facebook síðu Vilborgar kemur fram að verið sé að meta næstu skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×