Erlent

Biðst afsökunar á þætti Twitter í að koma Trump til valda

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump er duglegur að nota samskiptamiðlinn Twitter.
Donald Trump er duglegur að nota samskiptamiðlinn Twitter. Vísir/Getty
Evan Williams, einn stofnanda samskiptamiðilsins Twitter, hefur beðist afsökunar á þætti Twitter í að hjálpa Donald Trump að verða forseti Bandaríkjanna.

Trump hefur verið iðinn við að nota samskiptamiðilinn til þess annars vegar að koma skoðunum sínum á framfæri og hins vegar að leiðrétta svokallaðar „falskar fréttir“.  Lét hann það meðal annars út úr sér í viðtali við Fox í mars að hann væri ekki forseti Bandaríkjanna nema væri fyrir Twitter.

„Ég held að ég væri ekki hér í dag ef það væri ekki fyrir Twitter því ég fæ svo óheiðarlega fjölmiðlaumfjöllun.”

Spurður út í þessi ummæli Trump sagði Williams í samtali við New York Times að þáttur Twitter í að koma Trump í forsetastól væri afar slæmur.

„Ef að það er rétt að Trump hefði ekki orðið forseti ef ekki væri fyrir Twitter þá biðst ég afsökunar.”

Hvíta húsið hefur enn sem komið er ekki tjáð sig ummæli Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×