Breytingin sem kom of seint Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 06:30 Arsene Wenger mistókst að koma Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í um tvo áratugi. Ekki liggur fyrir hvort hann heldur áfram. vísir/getty Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira