Breytingin sem kom of seint Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 06:30 Arsene Wenger mistókst að koma Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í um tvo áratugi. Ekki liggur fyrir hvort hann heldur áfram. vísir/getty Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn