Trump segir nauðsynlegt að uppræta hugmyndafræði hryðjuverka Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2017 19:41 Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump. Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump.
Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53