Silva: Segir ekki nei við Guardiola Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2017 14:30 Silva sló í gegn með Monaco í vetur. vísir/getty Manchester City landaði einum stærsta bitanum á leikmannamarkaðinum í gær þegar Bernando Silva skrifaði undir fimm ára samning við félagið. City borgaði Monaco 43,6 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla portúgalska miðjumann sem átti frábært tímabil í vetur. „Þetta er frábær tilfinning. Ég er hjá einu af bestu liðum heims. Það er frábært að vera hluti af þessu félagi og fá þetta tækifæri,“ sagði Silva sem fékk úthlutað treyju númer 20. Silva segist spenntur að spila undir stjórn Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. „Ég er mjög ánægður að vera hluti af City-liðinu og ætla að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum. Þú segir ekki nei þegar þú færð tækifæri til að spila undir stjórn Guardiola. Hann er einn af bestu þjálfurum heims, ef ekki sá besti,“ sagði Silva. „Það sem hann gerði hjá Barcelona og Bayern München var stórkostlegt og við búumst við því að hann vinni titla hér. Það verður frábært að vinna með honum.“ Silva skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni í vetur. Monaco vann hana í fyrsta sinn í 17 ár. Þá komst liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en á leiðinni þangað sló það m.a. City úr leik. Þótt það sé ekki liðin vika síðan City lék sinn síðasta leik á tímabilinu er Guardiola byrjaður að taka til í leikmannahópi liðsins. Á fimmtudaginn bárust fréttir af því að Jesús Navas, Gaël Clichy, Willy Caballero og Bacary Sagna hefðu yfirgefið City. Þeir voru allir með lausan samning. Fleiri leikmenn gætu verið á förum frá City sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Enski boltinn Tengdar fréttir Sló í gegn með Mónakó í vetur og skrifar undir samning við Man. City í dag Bernardo Silva, miðjumaður Mónakó, mun ganga frá samningi við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City í dag, samvkæmt heimildum Sky Sports. 26. maí 2017 14:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Manchester City landaði einum stærsta bitanum á leikmannamarkaðinum í gær þegar Bernando Silva skrifaði undir fimm ára samning við félagið. City borgaði Monaco 43,6 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla portúgalska miðjumann sem átti frábært tímabil í vetur. „Þetta er frábær tilfinning. Ég er hjá einu af bestu liðum heims. Það er frábært að vera hluti af þessu félagi og fá þetta tækifæri,“ sagði Silva sem fékk úthlutað treyju númer 20. Silva segist spenntur að spila undir stjórn Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. „Ég er mjög ánægður að vera hluti af City-liðinu og ætla að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum. Þú segir ekki nei þegar þú færð tækifæri til að spila undir stjórn Guardiola. Hann er einn af bestu þjálfurum heims, ef ekki sá besti,“ sagði Silva. „Það sem hann gerði hjá Barcelona og Bayern München var stórkostlegt og við búumst við því að hann vinni titla hér. Það verður frábært að vinna með honum.“ Silva skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni í vetur. Monaco vann hana í fyrsta sinn í 17 ár. Þá komst liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en á leiðinni þangað sló það m.a. City úr leik. Þótt það sé ekki liðin vika síðan City lék sinn síðasta leik á tímabilinu er Guardiola byrjaður að taka til í leikmannahópi liðsins. Á fimmtudaginn bárust fréttir af því að Jesús Navas, Gaël Clichy, Willy Caballero og Bacary Sagna hefðu yfirgefið City. Þeir voru allir með lausan samning. Fleiri leikmenn gætu verið á förum frá City sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sló í gegn með Mónakó í vetur og skrifar undir samning við Man. City í dag Bernardo Silva, miðjumaður Mónakó, mun ganga frá samningi við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City í dag, samvkæmt heimildum Sky Sports. 26. maí 2017 14:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Sló í gegn með Mónakó í vetur og skrifar undir samning við Man. City í dag Bernardo Silva, miðjumaður Mónakó, mun ganga frá samningi við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City í dag, samvkæmt heimildum Sky Sports. 26. maí 2017 14:30