Stungnir til bana þegar þeir vörðu tvær múslímakonur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 23:30 Árásarmaðurinn Joseph Christian var handtekinn af lögreglunni stuttu eftir árásina. Vísir/AFP Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Tveir menn voru stungnir til bana um borð í lest í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum eftir að þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Reuters greinir frá. Lögreglan hefur nú handtekið árásarmanninn sem er hinn 35 ára gamli Joseph Christian. Hann hefur að sögn lögreglu ítrekað tjáð sig um íslam á Facebook síðu sinni „með öfgafullum og fordómafullum hætti.“ Árásin átti sér stað einungis nokkrum klukkustundum fyrir upphaf Ramadan, helgihátíðar múslíma þegar meirihluti múslíma fastar. Christian hóf að öskra á konurnar sem báru slæður og hreytti hann ýmsum fordómafullum fúkyrðum í þær. Sagði hann meðal annars við þær að allir múslímar ættu skilið að deyja. Þrír menn, þeir Ricky John Best, Taliesin Myrddin Namkai Meche og Micah David-Cole Fletcher skárust þá í leikinn og dró Christian þá upp hníf og stakk þá. Best og Meche létust vegna árásarinnar en Fletcher er alvarlega særður. Í tilkynningu segja samtök um samskipti Bandaríkjanna og fólks af íslömskum uppruna að aukinn fjöldi tilvika þar sem ráðist er á múslíma í Bandaríkjunum sé um að kenna orðræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur bæði í kosningabaráttu sinni og í embætti, lagt mikla áherslu á aukna hörku í garð innflytjenda og í baráttunni gegn hryðjuverkum herskárra íslamista. Forsetinn hefur ekki minnst á árásina enn sem komið er. Þannig hefur hinn reynslumikli fjölmiðlamaður Dan Rather fjallað um dauða mannanna tveggja á Facebook síðu sinni. Þar hvetur hann forsetann til þess að gefa árásum líkt og þessum meiri gaum í stað þess að einblína einungis á öfgafulla íslamista.Tekist hefur að safna meira en 600 þúsund dollurum eða því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna fyrir fjölskyldu mannanna þriggja sem urðu fyrir árásinni en mönnunum hefur verið hampað sem hetjum fyrir að hafa komið konunum til varnar.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira