Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2017 18:45 Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. Hópur sjúklinga fór í upphafi vikunnar á vegum Klíníkurinnar í Ármúla í mjaðmakúluskipti á einkasjúkrahúsi í Halmstad í Svíþjóð. Allir þessir sjúklingar höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og uppfyllltu skilyrði svokallaðrar biðlistatilskipunar. Sjúkratryggingar Íslands samþykktu að greiða meðferðarkostnað, ferða- og uppihaldskostnað og mögulegan fylgdarmannskostnað eins og kemur fram í bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklings sem sótti um endurgreiðslu og fréttastofan hefur undir höndum. Þótt sjúkrahús Klíníkurinnar búi yfir aðstöðu til að framkvæma aðgerðirnar voru sjúklingarnir sendir til Svíþjóðar því ekki er samningur milli Sjúkratrygginga og Klíníkurinnar um þessa tegund aðgerða. Þeir 658 sjúklingar sem bíða eftir slíkri aðgerð hjá Landspítalanum eru ekki jafn heppnir. Biðtími eftir aðgerð af þessu tagi á bæklunarskurðdeild Landspítalans í Fossvogi er nú rúmir 6 mánuðir. Biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum lengdust í árslok 2014 og 2015 vegna verkfalla hjá Landspítalanum. Sjúklingar sem þurfa að komast í þessar aðgerðir er sjúklingahópur sem er ekki í lífshættu og því var þessum aðgerðum frestað vegna forgangsröðunar á verkfallstímanum samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Fjölgun aldraðra og vaxandi þörf fyrir þessar aðgerðir hefur áhrif á biðlista en að meðaltali bætast 70 nýir einstaklingar við biðlistann í hverjum mánuði. Þannig er þetta enn ein birtingarmynd á margþættum vanda sem fylgir hækkandi lífaldri þjóðarinnar. Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans er í þeirri stöðu að þekkja málið bæði sem læknir og stjórnandi því hann framkvæmir þessar aðgerðir bæði hér á landi og í Svíþjóð. Björn segir flöskuháls liðskiptiaðgerða á Landspítalanum felast í skorti á legurýmum til að halda skipulögðu flæði skurðsjúklinga sem eru ekki að truflast af bráðatilvikum sem þurfa á rýmum að halda eða öldruðum sjúklingum sem bíða eftir að komast að á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki sama vandamál í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. „Flestar sérhæfðar skurðstofur í Svíþjóð hafa aðskilnað á milli bráðadeilda og skipulaðra skurðdeilda. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða liggur fyrir með góðum fyrirvara hversu margar aðgerðir verði framkvæmdar og tilvik frá bráðadeild trufla ekki áætlanir,“ segir Björn. Hann segir óskynsamlegt að hleypa prívatsjúkrahúsum eins og Klíníkinni af stað og borga fyrir aðgerðirnar með skattfé án þess að það liggi fyrir hvaða gæði fáist fyrir peningana.Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landpítalans.Vísir/Anton„Í Svíþjóð tekur einkasjúkrahúsið ábyrgð á ætluðum læknamistökum og inn í verðið er reiknuð áhætta vegna þeirra.Það sem skiptir mestu máli er að þú vitir hvaða gæði þú fáir fyrir það sem þú kaupir. Þú tekur einnig heildarábyrgð á sjúklingnum þannig að ef eitthvað kemur upp á, þá berðu ábyrgð á því og sérðu um að meðhöndla það eða borgar fyrir meðhöndlunina annars staðar,“ segir Björn. Ef sjúklingur á Íslandi fer í aðgerð hjá Klíníkinni í Armúla og fær aukaverkanir sem Klíníkin ræður ekki við lendir vandi hans hjá Landspítalanum. Ferðalag sjúklinganna til Svíþjóðar á kostnað skattgreiðenda til þess að fara í mjaðmakúluskipti og sú staðreynd að ekki er búið að hanna lagalega umgjörð ábyrgðar og áhættu einkasjúkrahúsa, sem fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir að sinna heilbrigðisþjónustu, eru tvö dæmi sem sýna í hnotskurn hversu vanþróað og óreiðukennt íslenskt heilbrigðiskerfi er þegar rekstur einkaaðila er annars vegar. Tengdar fréttir Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga 9. maí 2017 07:00 Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. Hópur sjúklinga fór í upphafi vikunnar á vegum Klíníkurinnar í Ármúla í mjaðmakúluskipti á einkasjúkrahúsi í Halmstad í Svíþjóð. Allir þessir sjúklingar höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og uppfyllltu skilyrði svokallaðrar biðlistatilskipunar. Sjúkratryggingar Íslands samþykktu að greiða meðferðarkostnað, ferða- og uppihaldskostnað og mögulegan fylgdarmannskostnað eins og kemur fram í bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklings sem sótti um endurgreiðslu og fréttastofan hefur undir höndum. Þótt sjúkrahús Klíníkurinnar búi yfir aðstöðu til að framkvæma aðgerðirnar voru sjúklingarnir sendir til Svíþjóðar því ekki er samningur milli Sjúkratrygginga og Klíníkurinnar um þessa tegund aðgerða. Þeir 658 sjúklingar sem bíða eftir slíkri aðgerð hjá Landspítalanum eru ekki jafn heppnir. Biðtími eftir aðgerð af þessu tagi á bæklunarskurðdeild Landspítalans í Fossvogi er nú rúmir 6 mánuðir. Biðlistar eftir liðskiptiaðgerðum lengdust í árslok 2014 og 2015 vegna verkfalla hjá Landspítalanum. Sjúklingar sem þurfa að komast í þessar aðgerðir er sjúklingahópur sem er ekki í lífshættu og því var þessum aðgerðum frestað vegna forgangsröðunar á verkfallstímanum samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Fjölgun aldraðra og vaxandi þörf fyrir þessar aðgerðir hefur áhrif á biðlista en að meðaltali bætast 70 nýir einstaklingar við biðlistann í hverjum mánuði. Þannig er þetta enn ein birtingarmynd á margþættum vanda sem fylgir hækkandi lífaldri þjóðarinnar. Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans er í þeirri stöðu að þekkja málið bæði sem læknir og stjórnandi því hann framkvæmir þessar aðgerðir bæði hér á landi og í Svíþjóð. Björn segir flöskuháls liðskiptiaðgerða á Landspítalanum felast í skorti á legurýmum til að halda skipulögðu flæði skurðsjúklinga sem eru ekki að truflast af bráðatilvikum sem þurfa á rýmum að halda eða öldruðum sjúklingum sem bíða eftir að komast að á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki sama vandamál í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. „Flestar sérhæfðar skurðstofur í Svíþjóð hafa aðskilnað á milli bráðadeilda og skipulaðra skurðdeilda. Þegar um skipulagðar aðgerðir er að ræða liggur fyrir með góðum fyrirvara hversu margar aðgerðir verði framkvæmdar og tilvik frá bráðadeild trufla ekki áætlanir,“ segir Björn. Hann segir óskynsamlegt að hleypa prívatsjúkrahúsum eins og Klíníkinni af stað og borga fyrir aðgerðirnar með skattfé án þess að það liggi fyrir hvaða gæði fáist fyrir peningana.Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir og fyrrum forstjóri Landpítalans.Vísir/Anton„Í Svíþjóð tekur einkasjúkrahúsið ábyrgð á ætluðum læknamistökum og inn í verðið er reiknuð áhætta vegna þeirra.Það sem skiptir mestu máli er að þú vitir hvaða gæði þú fáir fyrir það sem þú kaupir. Þú tekur einnig heildarábyrgð á sjúklingnum þannig að ef eitthvað kemur upp á, þá berðu ábyrgð á því og sérðu um að meðhöndla það eða borgar fyrir meðhöndlunina annars staðar,“ segir Björn. Ef sjúklingur á Íslandi fer í aðgerð hjá Klíníkinni í Armúla og fær aukaverkanir sem Klíníkin ræður ekki við lendir vandi hans hjá Landspítalanum. Ferðalag sjúklinganna til Svíþjóðar á kostnað skattgreiðenda til þess að fara í mjaðmakúluskipti og sú staðreynd að ekki er búið að hanna lagalega umgjörð ábyrgðar og áhættu einkasjúkrahúsa, sem fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir að sinna heilbrigðisþjónustu, eru tvö dæmi sem sýna í hnotskurn hversu vanþróað og óreiðukennt íslenskt heilbrigðiskerfi er þegar rekstur einkaaðila er annars vegar.
Tengdar fréttir Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga 9. maí 2017 07:00 Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. 10. maí 2017 07:00
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04