Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:04 Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. Um er að ræða fimm sjúklinga sem hafa lengi beðið eftir að komast í liðskiptiaðgerðir á mjöðm hjá Landspítalanum. Sjúklingarnir fóru ásamt Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar til Svíþjóðar ásamt aðstoðarmönnum og fóru í dag í aðgerð sem Hjálmar framkvæmdi hjá einkasjúkrahúsinu Capio Movement í Halmstad. „Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta aðgerð klukkan hálfátta og fimmta aðgerðin var yfirstaðin rúmlega þrjú að sænskum tíma,“ segir Hjálmar. Á sjúkrahúsi Klíníkurinnar í Ármúla er fullkomin aðstaða til að framkvæma þessar aðgerðir. Sjúkratryggingar Íslands synjuðu um greiðsluþátttöku vegna þessara aðgerða hjá Klíníkinni þar sem ekki er til staðar samningur við Sjúkratryggingar Íslands um aðgerðir í sjúkrahúsi Klíníkurinnar. Hins vegar greiða Sjúkratryggingar allan kostnað vegna nákvæmlega sömu aðgerðar í Halmstad í Svíþjóð. Sjúklingarnir fimm sem fóru í aðgerð í dag uppfylltu skilyrði sem koma fram í svokallaðri biðtímatilskipun. Þeir höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og áttu rétt á að leita sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis og fá kostnaðinn greiddan. Ójöfnuðurinn sem felst í þessu fyrirkomulagi felst meðal annars í því að sjúklingarnir þurfa að leggja út fyrir ferðakostnaði en sækja síðan um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands eftir á. Það leiðir af eðli máls að þeir sjúklingar sem geta ekki lagt út fyrir kostnaði strax en uppfylla skilyrði 90 daga biðar eiga ekki kost á því að nýta sér úrræði um að leita sér lækninga erlendis. „Auðvitað er þetta stórfurðulegt og líka þegar maður skoðar jöfnuð í kerfinu. Það sem er furðulegt er að það er búið að skilgreina réttindi sjúklinga. Þetta gerði Alþingi 2012 með innleiðingu biðtímatilskipunarinnar og þetta var endurtekið í júní í fyrra þegar Evróputilskipun um valrétt sjúklings til að leita sér lækninga innan EES-svæðisins var innleidd,“ segir Hjálmar. Önnur Evrópulönd hafa tekið upp lausnir innanlands til að gera réttindin sambærileg við það sem þekkist erlendis. „Oft er þetta gert með þjónustusamningum við opinberar stofnanir eða einkareknar einingar eftir því hvort aðstaða og starfskraftur sé fyrir hendi til að tryggja að biðlistar séu ekki óeðlilega langir.“Biðtími eftir liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fór úr 15 mánuðum niður í rúma 6 mánuði. Stór hópur sjúklinga sem þarf að fara í liðskiptiaðgerð á mjöðm bíður kvalinn eftir að komast að. Vísir/PjeturBiðtími kominn niður í 6,2 mánuði Eins og áður segir hefur verið langur biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum bíða nú 658 einstaklingar eftir því að komast í liðskiptaaðgerð. Biðtími eftir aðgerð er nú kominn niður í 6,2 mánuði eftir átak við að vinna bug á biðlistum en biðtíminn var 15 mánuðir í fyrra. Margir þeirra sjúklinga sem þurfa á nýrri mjaðmakúlu að halda glíma við mikinn sársauka sem háir þeim verulega í daglegu lífi. Ef við afmörkum viðfangsefnið við að hjúkra sjúkum og meiddum sem þurfa á liðskiptiaðgerðum að halda. Væri ekki hægt að ná þessu markmiði með því að styrkja Landspítalann? „Það er búið að vera átaksverkefni í gangi í tvö ár. Landspítalinn hefur aukið verulega möguleikann á að framkvæma aðgerðir. Staðreyndin er samt sú að þegar eitt ár var liðið af þessu átaksverkefni voru jafn margir á biðlistanum. Við erum þjóð sem verður hratt eldri næstu tíu árin. Það þýðir að þetta átaksverkefni er það sem þarf til frambúðar,“ segir Hjálmar Þorsteinsson. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. Um er að ræða fimm sjúklinga sem hafa lengi beðið eftir að komast í liðskiptiaðgerðir á mjöðm hjá Landspítalanum. Sjúklingarnir fóru ásamt Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar til Svíþjóðar ásamt aðstoðarmönnum og fóru í dag í aðgerð sem Hjálmar framkvæmdi hjá einkasjúkrahúsinu Capio Movement í Halmstad. „Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta aðgerð klukkan hálfátta og fimmta aðgerðin var yfirstaðin rúmlega þrjú að sænskum tíma,“ segir Hjálmar. Á sjúkrahúsi Klíníkurinnar í Ármúla er fullkomin aðstaða til að framkvæma þessar aðgerðir. Sjúkratryggingar Íslands synjuðu um greiðsluþátttöku vegna þessara aðgerða hjá Klíníkinni þar sem ekki er til staðar samningur við Sjúkratryggingar Íslands um aðgerðir í sjúkrahúsi Klíníkurinnar. Hins vegar greiða Sjúkratryggingar allan kostnað vegna nákvæmlega sömu aðgerðar í Halmstad í Svíþjóð. Sjúklingarnir fimm sem fóru í aðgerð í dag uppfylltu skilyrði sem koma fram í svokallaðri biðtímatilskipun. Þeir höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og áttu rétt á að leita sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis og fá kostnaðinn greiddan. Ójöfnuðurinn sem felst í þessu fyrirkomulagi felst meðal annars í því að sjúklingarnir þurfa að leggja út fyrir ferðakostnaði en sækja síðan um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands eftir á. Það leiðir af eðli máls að þeir sjúklingar sem geta ekki lagt út fyrir kostnaði strax en uppfylla skilyrði 90 daga biðar eiga ekki kost á því að nýta sér úrræði um að leita sér lækninga erlendis. „Auðvitað er þetta stórfurðulegt og líka þegar maður skoðar jöfnuð í kerfinu. Það sem er furðulegt er að það er búið að skilgreina réttindi sjúklinga. Þetta gerði Alþingi 2012 með innleiðingu biðtímatilskipunarinnar og þetta var endurtekið í júní í fyrra þegar Evróputilskipun um valrétt sjúklings til að leita sér lækninga innan EES-svæðisins var innleidd,“ segir Hjálmar. Önnur Evrópulönd hafa tekið upp lausnir innanlands til að gera réttindin sambærileg við það sem þekkist erlendis. „Oft er þetta gert með þjónustusamningum við opinberar stofnanir eða einkareknar einingar eftir því hvort aðstaða og starfskraftur sé fyrir hendi til að tryggja að biðlistar séu ekki óeðlilega langir.“Biðtími eftir liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fór úr 15 mánuðum niður í rúma 6 mánuði. Stór hópur sjúklinga sem þarf að fara í liðskiptiaðgerð á mjöðm bíður kvalinn eftir að komast að. Vísir/PjeturBiðtími kominn niður í 6,2 mánuði Eins og áður segir hefur verið langur biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum bíða nú 658 einstaklingar eftir því að komast í liðskiptaaðgerð. Biðtími eftir aðgerð er nú kominn niður í 6,2 mánuði eftir átak við að vinna bug á biðlistum en biðtíminn var 15 mánuðir í fyrra. Margir þeirra sjúklinga sem þurfa á nýrri mjaðmakúlu að halda glíma við mikinn sársauka sem háir þeim verulega í daglegu lífi. Ef við afmörkum viðfangsefnið við að hjúkra sjúkum og meiddum sem þurfa á liðskiptiaðgerðum að halda. Væri ekki hægt að ná þessu markmiði með því að styrkja Landspítalann? „Það er búið að vera átaksverkefni í gangi í tvö ár. Landspítalinn hefur aukið verulega möguleikann á að framkvæma aðgerðir. Staðreyndin er samt sú að þegar eitt ár var liðið af þessu átaksverkefni voru jafn margir á biðlistanum. Við erum þjóð sem verður hratt eldri næstu tíu árin. Það þýðir að þetta átaksverkefni er það sem þarf til frambúðar,“ segir Hjálmar Þorsteinsson.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira