Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Einar S. Björnsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar