Fótbolti

Óttast að eitrað verði fyrir landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Malasía er í 158. sæti heimslistans.
Malasía er í 158. sæti heimslistans. vísir/getty
Tunku Ismail Sultan Ibrahim, forseti knattspyrnusambands Malasíu, hefur áhyggjur af því að eitrað verði fyrir leikmönnum malasíska landsliðsins ef leikur þess gegn Norður-Kóreu í Asíukeppninni fer fram í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Leiknum var upphaflega frestað sökum milliríkjadeilu landanna vegna morðsins á hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Malasíu 13. febrúar síðastliðinn.

Kim Jong-nam var myrtur með taugaeitri á flugvellinum í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Norður-kóresk yfirvöld eru grunuð um verknaðinn en þau segja hins vegar að yfirvöld í Malasíu beri ábyrgð á dauða Kim Jong-nam. Málið er því afar eldfimt.

Asíska knattspyrnusambandið hefur fyrirskipað að leikur Malasíu og Norður-Kóreu fari fram í Pyongyang þann 8. júní næstkomandi. Malasíumenn hafa lítinn áhuga á að spila í Norður-Kóreu og óttast um öryggi landsliðsins.

„Ég hef miklar áhyggjur af öryggi okkar varðandi aðbúnað og mat,“ sagði Tunku Ismail.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þurfum við að koma með okkar eigin mat vegna hættu á það verði eitrað fyrir okkur,“ sagði Tunku Ismail ennfremur og bætti því við að hann hefði líka áhyggjur af öryggi dómara leiksins.

Ef Malasíumenn neita að spila leikinn verður þeim dæmdur 3-0 ósigur.


Tengdar fréttir

Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam

Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni.

Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli.

Bróðurmorð og innflutningsbann

Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×