Erlent

Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara

Birgir Olgeirsson skrifar
Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist.
Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. Vísir/Getty
Nokkur sjúkrahús á Bretlandi hafa orðið fyrir mikilli tölvuárás. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því á vef sínum að breska heilbrigðisstofnunin, NHS, hefði staðfest að sjúkrahúsin hefðu orðið fyrir þessari árás.

Var ráðist á sjúkrahús vítt og breitt um landið á sama tíma en þá tóku starfsmenn eftir bilun í tölvu- og símakerfum.

Breskir læknar hafa greint frá stöðu mála á Twitter en þar sagði einn að tölvuhakkararnir hefðu sent frá sér skilaboð þess efnis að tölvukerfi sjúkrahússins væri undir þeirra stjórn og að sjúkrahúsin fengju ekki yfirráð yfir þeim aftur nema gegn gjaldi.

Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.