Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. maí 2017 20:48 Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira