Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. maí 2017 20:48 Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira