Erlent

Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tölvuárásin hefur áhrif um víða veröld.
Tölvuárásin hefur áhrif um víða veröld. Vísir/Getty
Tölvuárásin sem átti sér stað á föstudag náði til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum, samkvæmt Rob Wainwright, yfirmanni Europol.

Hann telur að gíslatökuhugbúnaðurinn eigi eftir að uppgötvast í enn fleiri tölvum eftir helgi þegar fólk mætir aftur til vinnu sinnar. Tölvuárásin hefur valdið miklum glundroða víðsvegar um heiminn og hefur heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðal annars verið í lamasessi vegna hennar. 

Wainwright tekur fram að tölvuárásin hafi verið af áður óþekktri stærðargráðu þar sem tölvuþrjótarnir hafi nýtt búnað til að ganga úr skugga um að veiran myndi dreifa úr sér að sjálfu sér.

„Stærð árásarinnar er af áður óþekktum skala. Eins og sakir standa heldur árásin áfram að vera ógn og tölur yfir sýktar tölvur halda áfram að rjúka upp.“

„Ég hef áhyggjur af því að tölurnar muni halda áfram að rísa eftir helgi þegar fólk mætir til vinnu og kveikir á tölvum sínum á mánudagsmorguninn.“


Tengdar fréttir

Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva

Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×