Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Breska heilbrigðiskerfið NHS var nánast ónothæft í gær vegna árásarinnar. vísir/epa Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira