Enski boltinn

Pep: Væri búið að reka mig hjá Bayern og Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta hefur verið erfiður vetur fyrir Pep.
Þetta hefur verið erfiður vetur fyrir Pep. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að ef hann væri enn að þjálfa Bayern eða Barcelona og myndi ekki skila neinum titli þá væri búið að reka hann.

City mun ekki vinna neinn titil á fyrsta ári Guardiola með liðið og liðið er þess utan ekki öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

City datt úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og undanúrslit í bikarnum var endastöð hjá liðinu þar.

„Í svona stöðu hjá stóru félagi þá er ég rekinn. Hjá Barcelona og Bayern eru menn reknir ef þeir vinna ekki titla. Hér fæ ég annað tækifæri og mun reyna að gera betur næsta vetur,“ sagði Guardiola.

Síðustu leikir City í deildinni eru gegn WBA og Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×