Þingmenn hlæja að boði Putin Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2017 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira