Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 9. maí 2017 19:18 Arnar Grétarsson entist aðeins í tvær umferðir í sumar. vísir/stefán Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52