Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 14:30 Carl Bernstein var heiðursgestur. Vísir/Getty Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49