Erlent

Reiðar eiginkonur lögreglumanna mótmæla í París

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í París í dag.
Frá mótmælunum í París í dag. Vísir/AFP
Á annað hundrað eiginkonur og makar lögregluþjóna mótmæltu í dag í París, höfuðborg Frakklands, í kjölfar árásar á lögreglumenn á Champs-Élysées á fimmtudag. BBC greinir frá.

Hópurinn marseraði í gegnum borgina tveimur dögum eftir að Karim Cheurfi skaut lögreglumanninn Xavier Jugele til bana.

Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í árásinni.

Árásarmaðurinn er sagður hafa lýst því yfir að hann vildi myrða lögregluþjóna.

Xavier Jugele lést í árásinni á Champs-Élysées á fimmtudag.Vísir/Afp
Mótmælendur höfðu meðferðist skilti sem á stóð „ekki snerta lögregluþjóninn minn,“ sem er viðsnúningur á þekktu, frönsku slagorði sem notað er gegn kynþáttafordómum. Á öðru skilti stóð „nógu margir lögreglumenn hafa verið drepnir og brenndir,“ sem vísar bæði í árásina á fimmtudag og árás á lögreglubíl með fjóra lögreglumenn innanborðs í október á síðasta ári.

Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni

Xavier Jugele, maðurinn sem lést í árásinni á fimmtudag, var baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra, segja franskir fjölmiðlar.

Hann var upphaflega frá Loire-dalnum í Frakklandi en hafði starfað í höfuðborginni síðan árið 2014. Hann tók þátt í störfum lögreglunnar við Bataclan-tónleikastaðinn eftir að ISIS-liðar gerðu þar árás í nóvember 2015.


Tengdar fréttir

Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn

Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.