Hóta að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 09:19 Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Carl Vinson. Vísir/Getty Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00