Minntist eiginmanns síns: „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2017 15:03 Etienne Cardiles ræddi ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Vísir/AFP „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
„Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21